Skálasvæðið Geitland og ísgöng í Langjökli, Borgarbyggð
Í samræmi við 4. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga og lög um umhverfismat áætlana
er auglýst tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015.
Tillagan felst í breyttum ákvæðum um skálasvæðið Geitland og móttökusvæði fyrir ferðamenn í ísgöngum í Langjökli. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan og umhverfismat hennar liggja frammi hjá Skipulagsstofnun að Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofu Borgarbyggðar á Borgarbraut í Borgarnesi á skrifstofutíma. Jafnframt eru kynningargögn aðgengileg á www.skipulagsstofnun.is og www.borgarbyggd.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og þurfa að berast eigi síðar en 13. apríl 2015 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is.