Mál í kynningu


9.6.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar, stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu, Norðfjarðarhöfn

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felst í stækkun Norðfjarðarhafnar með 26.350 m2 landfyllingu.

Skipulagstillagan liggur ásamt umhverfisskýrslu frammi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Reyðarfirði og á bókasöfnum á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Athugasemdir við tillöguna þurfa að berast skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar, bæjarskrifstofu í síðasta lagi 10. júlí 2015.  

Hægt er að nálgast tillöguna hér: http://www.fjardabyggd.is/nanar/skipulagsmal-i-fjardabyggd-auglysing

Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðfjarðarhafnar og er hún til sýnis á ofangreindum stöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins á ofangreindum tengli.