Mál í kynningu


16.6.2015

Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, skotæfinga- og akstursæfingasvæði

Sveitarstjórn Fjarðabyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem markað er nýtt skotæfingasvæði og akstursæfingasvæði stækkað til norðurs og suðurs.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Fjarðabyggð og í þjónustugáttum í bókasöfnunum á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði frá 8. maí til og með 3. júlí 2015. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, http://www.fjardabyggd.is

Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.