Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024
Kynning á tillögu að kerfisáætlun og umhverfismati hennar
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillöguna og umhverfisskýrsluna er til 1. september 2015.
Fyrir liggur tillaga Landsnets að kerfisáætlun 2015-2024 ásamt umhverfisskýrslu þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif áætlunarinnar. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006. Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.
Tillaga að kerfisáætlun og umhverfisskýrsla er aðgengileg á heimasíðu Landsets.
Landsnet hefur boðað til opins kynningarfundar um tillögu að áætluninni og umhverfisskýrslu hennar föstudaginn 14. ágúst n.k. kl. 9-10.30 í þingsal 2 á Hótel Natura í Reykjavík.
Ábendingar og athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á póstfangið Gylfaflöt 9,112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2015-20124.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillöguna og umhverfisskýrsluna er til 1. september 2015.