Mál í kynningu


31.8.2015

Endurskoðun á mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar

Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér málið og koma athugasemdum á framfæri til og með 28. september 2015. 

Skipulagsstofnun hefur til meðferðar beiðni frá Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi um að stofnunin taki ákvörðun um hvort endurskoða þurfi að hluta eða í heild matsskýrslu Landsvirkjunar frá apríl 2003 um mat á umhverfisáhrifum virkjunar Þjórsár við Núp, (Hvammsvirkjun), á grundvelli 12. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. 

Hér má nálgast gögn málsinshttp://www.landsvirkjun.is/Rannsoknirogthroun/Virkjunarkostir/Hvammsvirkjun


Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér málið og koma athugasemdum á framfæri til og með 28. september 2015.  Þær þurfa að berast bréflega til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið skipulag@skipulag.is