Mál í kynningu


8.9.2015

Brúarvirkjun í Tungufljóti í Bláskógabyggð

Mat á umhverfisáhrifum - Tillaga að matsáætlun

Kynningartími tillögunnar er til og með 22. september 2015

Mannvit f.h. HS Orku hefur lagt fram tillögu að matsáætlun. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við tillöguna. Hér er tengill á tillöguna.

Athugasemdir skulu sendar Skipulagsstofnun. Þær þurfa að vera skriflegar en heimilt er að senda þær í tölvupósti á netfangið: skipulag@skipulag.is. Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 22. september 2015.