Mál í kynningu


28.9.2015

Vestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Skálaness, Reykhólasveit

Tillaga að matsáætlun í kynningu

Frestur til að gera athugasemdir er til 15. október 2015

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna Vestfjarðavegar (60) milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólasveit. Tillaga að matsáætlun liggur frammi til kynningar frá 28. september til 15. október 2015 hjá Skipulagsstofnun og á Netinu. Allir hafa rétt til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. október 2015 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Unnt er að nálgast tillöguna hér