Mál í kynningu


8.10.2015

Samgönguáætlun 2015-2026

  • Vegur

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillöguna og umhverfisskýrsluna er til 13. nóvember 2015

Fyrir liggur tillaga að samgönguáætlun 2015-2026 ásamt umhverfisskýrslu þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif áætlunarinnar. Samgönguráð kynnir nú tillögu að samgönguáætlun og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006. Umhverfisskýrslan gerir grein fyrir forsendum, nálgun og niðurstöðu matsvinnu, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem lagðar eru til.

Tillaga að samgönguáætlun og umhverfisskýrsla er aðgengileg á heimasíðu innanríkisráðuneytisins.

Ábendingar og athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrsluna skal senda til innanríkisráðuneytisins á netfangið postur@irr.is eða á póstfangið Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík merkt umhverfismat.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillöguna og umhverfisskýrsluna er til  og með 13. nóvember 2015.