Búrfellslundur
Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu
Athugasemdafrestur er til 26. nóvember 2015
Landsvirkjun hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar, vindorkubús í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.
Frummatsskýrslan og ítarefni er aðgengilegt á vefnum hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofum Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og í Þjóðarbókhlöðunni.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. nóvember 2015 til Skipulagsstofnunar, bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Kynningarfundir:
- Fimmtudaginn 22. október kl. 20:30 í Árnesi
- Þriðjudaginn 27. október kl. 20:30 á Hótel Stracta á Hellu
- Föstudaginn 30. október kl. 8:30 á Nauthól í Reykjavík