Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, hringvegur um Berufjarðarbotn
Athugasemdafrestur er til 25. nóvember 2015
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna breyttrar legu Hringvegar um Berufjarðarbotn - veglínu Z.
Tillagan er til sýnis á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, á heimasíðu Djúpavogshrepps www.djupivogur.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 14. október til 25. nóvember 2015.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega til sveitarstjórnar Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 25. nóvember 2015.