Mál í kynningu


19.10.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hof í Öræfum

Athugasemdafrestur er til 28. nóvember 2015

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 vegna stækkunar svæðis fyrir verslun og þjónustu og nýs íbúðarsvæðis við Hof í Öræfum.


Tillagan er til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, Höfn, á heimasíðu sveitarfélagsins www/hornafjordur.is/stjórnsýsla-skipulag í kynningu og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 16. október til 28. nóvember 2015.
Athugasemdir þurfa að berast skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar,  Hafnarbraut 27, Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. eigi síðar en 28. nóvember 2015.