Mál í kynningu


19.10.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar, Leirutangi á Siglufirði

  • Breytingartillaga

Athugasemdafrestur er til 1. desember 2015

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, breyttri landnotkun á Leirutanga. Opið svæði til sérstakra nota fyrir tjaldsvæði, óbyggt svæði fyrir griðland fugla og verslunar- og þjónustusvæði kemur þar í stað íbúðarsvæðis og athafnasvæðis að hluta.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum að Gránugötu 24, Siglufirði, á heimasíðu sveitarfélagsins fjallabyggd.is og hjá Skipulagsstofnun, frá 20. október til 1. desember 2015.

Samhliða er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi vegna tjaldsvæðis, athafnalóða, útivistarsvæðis og griðlands fugla.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega í Ráðhús Fjallabyggðar Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is eigi síðar en 1. desember 2015.