Sjókvíaeldi Dýrfisks og Fjarðalax. Eldi á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði
Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu
Athugasemdafrestur er til 2. desember 2015
Þann 12. október 2015 barst Skipulagsstofnun frummatsskýrsla Dýrfisks hf. og Fjarðalax ehf. vegna mats á umhverfisáhrifum eldis á allt að 19.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði.
Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg á bæjarskrifstofu Tálknafjarðarhrepps, á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Hér er tengill á frummatsskýrsluna.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. desember2015 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Athugasemdir má senda í tölvupósti á netfangið skipulag@skipulag.is.