Mál í kynningu


29.10.2015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, Barónsreitur-Skúlagata

  • Kort af Reykjavík

Athugasemdafrestur er til 10. desember 2015

Borgarráð Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, vegna breytinga á fjölda íbúða og hæða húsa á Barónsreit (reitur 11) og nefnist reiturinn nú Barónsreitur-Skúlagata. Samhliða er kynnt  tillaga að breytingu á deiliskipulagi reitsins.

Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 29. október 2015 til og með 10. desember 2015. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 10. desember 2015. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.