Mál í kynningu


21.5.2010

Auglýsing um skipulag - Norðurþing

Tillaga að aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Jafnframt er auglýst umhverfisskýrsla um tillöguna í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Í tillögunni er sett fram stefna um byggðaþróun, landnotkun og umhverfismál fyrir allt landsvæði Norðurþings; dreifbýli og þéttbýli. Í umhverfisskýrslu með tillögunni er gerð grein fyrir forsendum stefnunnar og líklegum áhrifum hennar á umhverfið.

Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á eftirtöldum stöðum frá og með 20. maí til 18. júní 2010:
Stjórnsýsluhúsi, Ketilsbraut 7-9, Húsavík.
Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, Kópaskeri.
Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 2, Raufarhöfn.
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Norðurþings, http://www.nordurthing.is/.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 1. júlí 2010. Athugasemdir skal senda til skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.


Húsavík, 17. maí 2010
Gaukur Hjartarson
skipulags- og byggingarfulltrúi Norðuþings.