Mál í kynningu


5.5.2010

Urðun og efnistaka við Sölvabakka, Blönduósbæ

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Að áliti Skipulagsstofnunar verða neikvæð áhrif urðunar og efnistöku fyrst og fremst við bæinn Sölvabakka í Refasveit.

Þau muni felast í sjónrænum áhrifum frá bæjarhúsum þar og hættu á að íbúar á Sölvabakka verði varir við lyktarmengun frá urðunarstaðnum, einkum þegar norðlægir vindar blása að sumarlagi. Neikvæð sjónræn áhrif í nágrenni urðunarstaðarins verði mest meðan á uppbyggingu hans standi en þau verði minni á rekstrartíma. Fjarlægð urðunar frá bæjarhúsum á Sölvabakka verður nálægt lágmarksskilyrðum reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs og því telur Skipulagsstofnun brýnt að Norðurá bs. standi við áform um að haga vinnulagi við móttöku og urðun sorps þannig að það taki mið af vindafari hvern dag. Skipulagsstofnun telur að neikvæð áhrif framkvæmdanna á loftgæði við bæjarhús á Sölvabakka verði tímabundin en þau verði ekki veruleg.

Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Norðurár bs. má sjá hér.