Mál í kynningu


16.4.2010

Auglýsing um skipulag - Húnaþing vestra

Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 - Miðfjarðarvegur


Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 6. maí 2009 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Breytingin felur í sér tilfærslu á Miðfjarðarvegi með það markmið að auka umferðaröryggi. Annars vegar er um að ræða nýja vegtengingu við hringveg og hins vegar er vinkilbeygja vestan við Staðarbakka aflögð. Vegna tilfærslu á gatnamótum við hringveg þarf að minnka opið svæði til sérstakra nota (golfvöllur) úr 79,3 ha í 72 ha.
Skipulagsuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 14. apríl 2010 til 12. maí 2010. Ennfremur verður tillagan til sýnis á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 27. maí 2010 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athuga­semdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Skúli Þórðarson sveitarstjóri Húnaþings vestra.