Auglýsing um skipulag - Reykhólahreppur
Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og breyting á deiliskipulagi Bjarkarlunds og nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Hafrahlíðar.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2010 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018 skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Breytingin er gerð fyrir nýtt íbúðasvæði í Bjarkalundi og smábátahöfn við Innstapoll í Flatey.
Jafnframt eru auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Bjarkarlund skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Hafrahlíðar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulagsuppdrættir og greinargerðir munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 11. febrúar 2010 til 11. mars 2010. Ennfremur verða tillögunar til sýnis á heimasíðu Reykhólahrepps; reykholar.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Athugasemdum skal skila til skrifstofu Reykhólhrepps fyrir 26.mars 2010 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.
Reykhólum, 5. febrúar 2010
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags og byggingarfulltrúi