Mál í kynningu


7.1.2010

Efnistaka vestan Ölfusáróss, Sveitarfélaginu Ölfusi

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum efnistöku vestan Ölfusáróss, í landi Hrauns í Ölfusi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Helstu niðurstöður Skipulagsstofnunar eru þær að neikvæð umhverfisáhrif efnistökunnar felist helst í varanlegri röskun í Leitahrauni vegna grjótnáms, en hraunið nýtur verndar skv. lögum um náttúruvernd.

Hins vegar liggur fyrir álit sérfræðings um að ekki sé tilefni til þess að friða hraunið, þar sem grjótnmám fer fram og að áætluð stærð efnistökusvæðisins verður lítið miðað við flatarmál Leitahrauns alls. Ummerki eftir grjótnámið verða því á takmörkuðum hluta hraunsins. Skipulagsstofnun telur því að neikvæð áhrif efnistökunnar á hraunið verði ekki veruleg. Þá verða neikvæð áhrif á fornleifar að því leyti, að fjarlægja þarf eina vörðu í Leitahrauni. Fyrir liggur að það verður gert í samráði við Fornleifavernd ríkisins og einnig verði stofnunin höfð með í ráðum varðandi varðveislu annarra varða á svæðinu.
Helstu niðurstöður

Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrsla Bölta ehf. má sjá hér.