Mál í kynningu


25.5.2010

Auglýsing um skipulag - Seyðisfjarðarkaupstaður

Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010 - 2030

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010 – 2030, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.Aðalskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði, Hafnargötu 44, Seyðisfirði frá og með fimmtudeginum 27. maí nk. til mánudagsins 28. júní 2010. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 Reykjavík og á vefsíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar, seydisfjordur.is á sama tíma.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 12. júlí 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði