Mál í kynningu


28.5.2010

Auglýsing um skipulag - Blönduósbær

Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030

  • blonduos

Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 25. maí 2010 að auglýsa til kynningar tillögu að aðalskipulagi Blönduósbæjar fyrir tímabilið 2010-2030, samkv. 1. málsgrein 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 með síðari breytingum.

Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu vera til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi frá 28. maítil 25. júní 2010. Ennfremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.blonduos.is þar sem jafnframt er skýrsla vegna fornleifaskráningar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Blönduósbæjar fyrir 12. júlí 2010 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.


Bæjarstjóri Blönduósbæjar,
Arnar Þór Sævarsson.