Mál í kynningu


16.6.2010

Auglýsing um skipulag - Arnarneshreppur

Hreppsnefnd Arnarneshrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum tillögu að breytingu á aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017.

Tillagan felur í sér að svæði fyrir stóriðnað, sem kennt er við Dysnes, verði minnkað úr um 110 ha í um 59 ha og að skilgreiningu svæðisins verði breytt þannig að í stað þess að það verði skilgreint sem svæði fyrir stóriðnað verði það skilgreint sem athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæði.
Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og í Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 10. júní 2010 til 8. júlí 2010.

Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 24. júlí 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Hægt er að skoða tillöguna á vefsíðunni www.arnarneshreppur.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

7. júní 2010,
Oddviti Arnarneshrepps.