Mál í kynningu


29.7.2010

Auglýsing um skipulag - uppsveitir Árnessýslu og Flóahreppur

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við skipulagsbreytingu

Auglýst eftir athugasemdum við skipulagsbreytingar.

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 innan þéttbýlisins á Flúðum, ásamt umhverfisskýrslu. Færsla Bræðratunguvegar.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að lega Bræðratunguvegar innan þéttbýlisins breytist á þann veg að hann færist til suðurs sunnan flugvallar. Samhliða verða breytingar á tengingum annarra vega auk þess sem afmörkun aðliggjandi verslunar- og þjónustusvæðis, tjaldsvæðis, íbúðasvæðis og athafna- og iðnaðarsvæðis breytist.

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
2. Deiliskipulag Suðurbrúnar á Flúðum í Hrunamannahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi innan þéttbýlisins á Flúðum við Suðurbrún. Um er að ræða um 4,1 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir lóðum fyrir íbúðabyggð og landbúnað. Svæðið afmarkast af landi Silfurtúns að austan, landi Laugarlands að sunnan og landi Mela að vestan. Á svæðinu í dag eru 5 íbúðarhúsalóðir auk gróðurhúss og tilheyrandi starfsmannahúss. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsalóðum austast á svæðinu og í staðinn fellur út núverandi lóð nr. 8 en hús sem þar er verður flutt til innan svæðisins.
3. Deiliskipulag tjaldsvæðis í landi Laugar í Haukadal í Bláskógabyggð.
Tillaga að deiliskipulagi um 3,6 svæðis fyrir tjaldsvæði úr landi Lauga vestan við hverasvæðið í Haukadal (Geysir), norðan þjóðvegar nr. 35 Biskupstungnabraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk
þjónustuhúss og salernisaðstöðu.
4. Deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða úr landi Bíldsfells í Grímsnes- og Grafningshreppi. Bíldsfell 3, land E.
Tillaga að deiliskipulagi spildunnar Bildsfell 3, land E 174397. Um er að ræða 13 ha spildu sem gert er ráð fyrir að skipta í tvær lóðir. Á lóðunum verður heimilt að reisa allt að 250 fm frístundahús og allt að 25 fm gestahúsi/geymslu. Aðkoma að svæðinu er um Bíldsfellsveg nr. 3858 sem tengist Grafningsvegi nr. 360.

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
5. Breyting á deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Orlofssvæði félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis úr landi Snorrastaða. Um er að ræða um 7,8 svæði félags vélstjóra og málmtæknimanna auk þess sem skipulagið nær yfir skógræktarreit UMF Laugdæla. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 16 frístundahúsum til viðbótar þeim sem fyrir eru og allt að 300 fm þjónustuhús. Þá er gert ráð fyrir að ungmennafélagsreitur verði nýttur undir tjaldstæði auk annarra minniháttar breytinga á svæðinu.
6. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Heiðarbrún úr landi Bjarnastaða I í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðarinnar Heiðarbrún úr landi Bjarnastaða I. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa allt að 400 fm frístundahús á hverri lóð auk allt að 40 fm aukahúss. Samkvæmt gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 100 fm sumarhús og 25 fm aukahús.
7. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Kerengi úr landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðarinnar Kerengi úr landi Miðengis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa 80 fm sumarhús, 10 fm geymslu og 15 gróðurskála á hverri lóð með hámarksmænishæð upp á 4,5 m yfir jörðu. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að á hverri lóð verði heimil að reisa tvö íveruhús, þ.e. sumarhús og gestahús. Gestahúsið má að hámarki vera 40 fm og heildarbyggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03. Þá er gert ráð fyrir að hámarkshæð húsa megi vera 6 m yfir jörðu.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 29. júlí til 10. september 2010. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/   Athugasemdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 10. september 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur
henni.

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.