Mál í kynningu


28.10.2010

Auglýsing tillögu að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Jafnframt er auglýst umhverfisskýrsla um tillöguna í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Í tillögunni er sett fram stefna um byggðaþróun, landnotkun og umhverfismál fyrir allt landsvæði Þingeyjarsveitar; dreifbýli og þéttbýli. Í umhverfisskýrslu með tillögunni er gerð grein fyrir forsendum stefnunnar og líklegum áhrifum hennar á umhverfið.

Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, Laugum og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. október til 26. nóvember 2010.
Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Þingeyjarsveitar, www.thingeyjarsveit.is. Auk þess liggja frammi á sömu stöðum athugasemdir Skipulagsstofnunar við drögum að skipulaginu og viðbrögð og svör Þingeyjarsveitar við þeim.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 9. desember 2010. Athugasemdir skal senda til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugum.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.


Kjarna, 25. október 2010
Tryggvi Harðarson
sveitarstjóri Þingeyjarsveitar