Mál í kynningu


1.11.2010

Auglýsing tillögu að Aðalskipulagi Tjörneshrepps 2008-2020

Hreppsnefnd Tjörneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. ágúst 2010 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Tjörneshrepps 2008 - 2020.
Tillagan, greinargerð, uppdráttur og umhverfisskýrsla er auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og liggur frammi á Bókasafni Suður-Þingeyinga, Stóragarði 17, Húsavík og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi, 166, Reykjavík, á venjulegum opnunartíma, frá 1. nóvember til 29. nóvember 2010. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu Tjörneshrepps www.tjorneshreppur.is.

Athugasemdum skal skila skriflega til oddvita Tjörneshrepps, Steinþórs Heiðarssonar, Ytri-Tungu, 641 Húsavík, eða á netfang hreppsins skrifstofa@tjorneshreppur.is merkt „Aðalskipulag Tjörneshrepps 2008 - 2020“, seinast 13. desember 2010.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.


Ytri-Tungu, 28. október 2010
Oddviti Tjörneshrepps.