Mál í kynningu


5.11.2010

Auglýsing tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, Kröflulína 3 í Skútustaðahreppi og Fljótsdalshéraði

Samvinnunefnd miðhálendis auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 vegna Kröflulínu 3 í Skútustaðahreppi og Fljótsdalshéraði.
Auglýsingin er skv. 14. gr. a sbr. 13. gr. a í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum. Jafnframt er tillagan í samræmi við lög nr. 105/2006 um mat á umhverfisáhrifum áætlana.

Markmið breytingartillögunnar er að styrkja orkuflutningskerfi Landsnets. Gert er ráð fyrir nýrri Kröflulínu 3, 220 kV, frá Kröflustöð um Sandabotna að Austaraselsheiði og þaðan samsíða Kröflulínu 2 að Jökulsá á Fjöllum og um Möðrudalsöræfi. Þar er gert ráð fyrir að Kröflulína 3 fari í fyrirhugað línustæði Fljótsdalslínu 1 (220 kV) að Fljótsdalsstöð. Kröflulína 3 er áætluð innan mannvirkjabeltis Kröflulínu 2 (byggðalínu) með litlu fráviki um Sandabotnaskarð og er það til að draga úr sjónrænum áhrifum.

Breytingartillagan verður til sýnis á slóðinni www.halendi.is og á skrifstofutíma á eftirtöldum stöðum frá og með 5. nóvember til og með 3. desember 2010.

Skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðarvegi, Mývatni.
Skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, Fellabæ.
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Landsbóksafni - Háskólasafni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík.
Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, Akureyri.
Sýslumanninum á Selfossi, Hörðuvöllum 1, Selfossi.
Sýslumanninum í Kópavogi, Dalvegi 18, Kópavogi.
Sýslumanninum á Ísafirði, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Sýslumanninum í Borgarnesi, Bjarnarbraut 2, Borgarnesi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út á 17. desember 2010. Skila skal athugasemdum á skrifstofu samvinnunefndar miðhálendis að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.


Óskar Bergsson
formaður samvinnunefndar miðhálendis.