Mál í kynningu


19.11.2010

Axarvegur og Hringvegur í Skriðdal og Hringvegur um Berufjarðarbotn

Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar

Kynningartími stendur frá 19. nóvember 2010 til 7. janúar 2011

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um lagningu Axarvegar og breytingar á Hringvegi í Skriðdal og um Berufjarðarbotn á Fljótsdalshéraði og í Djúpavogshreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 19. nóvember 2010 til 7. janúar 2011 á skrifstofum Fljótsdalshéraðs og Djupavogshrepps og á bókasafni Hérðaðsbúa á Egilsstöðum. Einnig í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.  Frummatsskýrslu má skoða hér. 

Allir hafa rétt á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. janúar 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

 

Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 með síðari breytingum.

Vegagerðin mun standa fyrir opnum húsum á Hótel Framtíð á Djúpavogi þriðjudaginn 7. desember kl. 17:00-19:00 og á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. desember kl. 17:00-19:00 þar sem framkvæmdin og mat á umhverfisáhrifum hennar verða kynnt og eru allir velkomnir.