Mál í kynningu


22.11.2010

Auglýsing um tillögu að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Hafnar í Hornafirði, Sveitarfélagið Hornafjörður

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Hafnar í Hornafirði, samkv. 25. gr. laga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Skipulagsreiturinn markast af Hafnarbraut, Víkurbraut, Tjarnarbrú og línu milli Tjarnarbrúar og Víkurbrautar við norðurhlið Heppuskóla. Með þessari breytingu er fellt úr gildi deiliskipulag á hluta af reit A á miðbæjarsvæði Hafnar í Hornafirði, sem samþykkt var af skipulagsstjóra ríkisins 5. október 1988. Með breytingunni er núverandi ástand staðfest að hluta og veittar heimildir til aukins byggingarmagns innan reitsins.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 1998-2018.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, Höfn og hjá Skipulagsstofnun, frá 19. nóvember 2010 til 17. desember 2010.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudagsins 14. janúar 2011. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og skipulagsnefndar Hornafjarðar á bæjarskrifstofu Hornafjarðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Almenn kynning á skipulaginu verður haldin mánudaginn 22. nóvember kl 12.00 - 13.00 í Ráðhúsi Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, Höfn.


Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Hornafjarðar.