Mál í kynningu


23.11.2010

Kísilmálmverksmiðja í Þorlákshöfn í Ölfusi

Kynningartími fyrir tillögu að matsáætlun

Kynningartími vegna tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda starfsemi stendur til 6. desember 2010.  Allir geta gert athugasemdir við tillöguna en hún er aðgengileg hér.

Erindið  hefur verið sent eftirtöldum aðilum til umsagnar: Sveitarfélaginu Ölfusi, Brunamálastofnun, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Frestur þeirra til að skila umsögnum til Skipulagsstofnunar er til 6. desember 2010 og er ákvörðunar Skipulagsstofnunar að vænta 17. desember 2010.