Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030
Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030.
Aðalskipulagsuppdráttur, greinargerð, umhverfisskýrsla, skýrslur vegna fornleifaskráningar og athugasemdir Skipulagsstofnunar liggja frammi í Félagsheimilinu Skagabúð frá 29. nóvember 2010 til 27. desember 2010. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðunni http://www.hafnir.is og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Þess ber einnig að geta að nú er í auglýsingu tillaga að niðurfellingu Svæðisskipulags Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016.
Athugasemdum skal skila skriflega til oddvita, merkt aðalskipulag, Hafnir, 545 Skagaströnd, fyrir 14. janúar 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
25. nóvember 2010
Oddviti Skagabyggðar,
Vignir Sveinsson