Mál í kynningu


22.12.2010

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. október 2010 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010 - 2022. Tillagan: Greinargerð, uppdráttur og umhverfisskýrsla dags. 20. desember 2010 er auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi, 166, Reykjavík, á venjulegum opnunartíma, frá 22. desember 2010 til 9. febrúar 2011. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu Skorradalshrepps http://www.skorradalur.is/  

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags-og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, merkt: „Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010 - 2022", fyrir 24. febrúar 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

 

22. desember 2010
DavíðPétursson oddviti Skorradalshrepps.