Mál í kynningu


29.12.2010

Auglýsing um tillögu að óverulegri breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og jafnframt tillögu að verulegri breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 í Sólvallalandi

 

Heilbrigðisstofnun og hótel í Sólvallalandi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að óverulegum breytingum á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og skv. 1. mgr. 21. gr. sömu laga tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Tillögurnar tengjast áformum um byggingu sérhæfðrar heilbrigðisstofnunar og hótels í tengslum við hana á rúmlega 6 ha reit í Sólvallalandi skammt norður af Hafravatni.

Í tillögu að breytingu á svæðisskipulagi felst að á þéttbýlisuppdrætti er skilgreindur um 6,5 ha nýr reitur fyrir blandaða byggð í Sólvallalandi, og að áætluð heildaraukning atvinnuhúsnæðis í Mosfellsbæ 2001- 2024 skv. töflu 3.2 í greinargerð svæðisskipulagsins vex um 32.000 m2 og verður 230.000 m2.

Í tillögu að breytingu á aðalskipulagi felst að hluti opins óbyggðs svæðis austan væntanlegs Kóngsvegar (áður Hafravatnsvegar), sunnan Bjargsvegar, breytist í svæði fyrir þjónustustofnanir, 6,2 ha að stærð, með gatnatengingu við Bjargsveg. Í greinargerð með tillögunni er fjallað nánar um aðstæður á svæðinu og væntanleg umhverfisáhrif breytingarinnar.

Ofangreindar tillögur með greinargerðum verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 29. desember 2010 til og með 9. febrúar 2011, svo að þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.

Tillögurnar liggja einnig frammi á Skipulagsstofnun og eru birtar á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni http://www.mos.is/Skipulagogumhverfi/Skipulagsmal/Skipulagsauglysingar/Umkynningu/ Ekki er settur sérstakur athugasemdafrestur vegna tillögu að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr 73/1997, en frestur til að gera athugasemdir við ofangreinda tillögu að breytingum á aðalskipulagi er 6 vikur, eða til og með 9. febrúar 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

21. desember 2010
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.