Geitdalsárvirkjun í Múlaþingi
Umhverfismat - matsáætlun í kynningu
Umsagnarfrestur er til 5. apríl 2022
Geitdalsárvirkjun ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats fyrirhugaðrar Geitdalsárvirkjunar.
Matsáætlunin er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn.
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. apríl 2022 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is