Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Þórisstaðir
Breytingin varðar skilgreiningu opinna svæða til sérstakra nota í landi Þórisstaða í Hvalfjaðrarsveit. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar auglýsir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða tvö opin svæði til sérstakra nota og hafa þau tilvísunarnúmerin O25 og O26 í greinargerð og sveitarfélagsuppdrætti. Á O25 verði gert ráð fyrir golfvelli, tjaldstæði, siglingaraðstöðu og smáhúsasvæði. Á O26 verði útivistarsvæði og skógræktarsvæði. Tillagan að breytingunni er til sýnis frá og með 18. maí 2011 til og með 29. júní 2011 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 30. júní 2011. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranes, eða á netfangið skuli@hvalfjardarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana. Hvalfjarðarsveit, 12. maí 2011 Skipulags- og byggingarfulltrúi |