Mál í kynningu


30.5.2011

Auglýsingar frá Ásahreppi og Rangárþingi ytra

 

Auglýsing um tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 og Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 vegna færslu Búðarhálslínu

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar.

194 2011 - Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 ásamt umhverfisskýrslu, vegna færslu á Búðarhálslínu.
Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breytingar á legu Búðarhálslínu 1, yfir Búðarháls og breyttrar afmörkunar á námum á Búðarhálsi.

199 2011 - Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 ásamt umhverfisskýrslu, vegna færslu á Búðarhálslínu.
Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breytingar á legu Búðarhálslínu 1 og nýs iðnaðarsvæðis fyrir tengivirki, þar sem Búðarhálslína 1 kemur að Hrauneyjafosslínu 1.

 

Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar og Búðarhálslínu 1 í Ásahreppi og Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu.

195 2011 - Breyting á deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar í Ásahreppi.
Gerð er breyting á nokkrum þáttum í deiliskipulagi, frá 19. júní 2001, fyrir Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslínu 1 í Ásahreppi og Rangárþingi ytra.

 

Auglýsing um tvær tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 vegna Heysholts, Heklukots, Maurholts, Tjörvastaða, Hallstúns og Sælukots

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar.

200 2011 - Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna nýs þjónustu- og frístundasvæðis í landi Heysholts í Rangárþingi ytra.
Gert er ráð fyrir að um 18 ha svæði úr jörðinni Heysholti verði breytt í svæði fyrir frístundabyggð auk verslunar- og þjónustusvæðis.

201 2011 - Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna frístundasvæða.
Þær breytingar sem verða á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 sem staðfest var 2. febrúar 2011, að gerð er breyting á greinargerð, kafla 4.3 um frístundabyggð og samsvarandi breyting á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins. Um er að ræða eftirfarandi svæði: Heklukot, Maurholt, Tjörvastaðir, Hallstún og Sælukot.

 

Nánari upplýsingar

Allar ofangreindar tillögur voru auglýstar 9. og/eða 16. mars s.l. en vegna formgalla eru þær auglýstar aftur. Umsagnir og athugasemdir, sem borist hafa vegna ofangreindra tillagna, verða taldar gildar enda hefur tillögunum ekki verið breytt efnislega.
Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli frá 18. maí til og með 28. júní n.k.
Athugasemdafrestur er til kl 16.00, þriðjudaginn 28. júní 2011. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.
Netföng hjá skipulags- og byggingarfulltrúa: runar@hvolsvollur.is og byggingarfulltrui@rang.is.
Nánari lýsingu á ofangreindum skipulagstillögum er hægt að skoða gegnumheimasíður sveitarfélaganna:
Ásahreppur - http://www.asahreppur.is/ og inná slóðina: http://www.loftmyndir.is/rangarthingasahreppauglysingar/Auglysing.aspx.
Rangárþing eystra - http://www.hvolsvollur.is/ og inná slóðina: http://www.loftmyndir.is/rangarthingasahreppauglysingar/Auglysing.aspx.
Rangárþings ytra - http://ry.is/ og inná slóðina: http://www.loftmyndir.is/rangarthingasahreppauglysingar/Auglysing.aspx.

F. h. hreppsnefndar Ásahrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra,
Hvolsvelli, 18. maí 2011.
Rúnar Guðmundsson
skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings bs.