Mál í kynningu


1.6.2023

Kvíslatunguvirkjun í Strandabyggð

Mat á umhverfisáhrifum - Matsáætlun í kynningu

  • Kvíslatunguvirkjun

Umsagnarfrestur er til 30. júní 2023

Orkubú Vestfjarða hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats Kvíslatunguvirkjunar í Strandabyggð. 

Matsáætlun liggur frammi til kynningar á skrifstofu Strandabyggðar á Hólmavík og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b. Kynningarfundur um matsáætlunina verður haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 14. júní nk. kl. 18.00 og eru allir velkomnir.

Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn á Skipulagsgátt.