Mál í kynningu


30.5.2011

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, Höskuldsstaðir
Athugið: Tillagan er breyting frá fyrri tillögu sem auglýst var 7. mars. s.l.

 

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar að Höskuldsstöðum, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að afmörkun íbúðarsvæðis ÍS15 er breytt, færð að íbúðasvæði ÍS14 við Rein og minnkar þannig að íbúðum fækkar úr 25 í 19. Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á þeim hluta svæðisins sem er austan við Eyjafjarðarbraut eystri, en það er lóð fyrir eitt íbúðarhús.

Skipulagið, sem er sett fram á uppdráttum er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillaga aðalskipulagsbreytingarinnar liggur einnig frammi á Skipulagsstofnun og breytingartillögurnar eru á heimasíðu sveitarfélagsins eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 11. júlí 2011. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


Eyjafjarðarsveit, 26. maí 2011.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.