Mál í kynningu


1.6.2011

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, heitavatnsborhola (SK-1) og ný hitaveitulögn frá Skarðsdal að þéttbýlinu í Siglufirði

 

Bæjarstjóri Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsbreytingin snýr að heitavatnsborholu staðsettri í Skarðsdal og hitaveitulögn sem liggja mun frá borholunni að stjórnhúsi/heitavatnstanki staðsettum ofan þéttbýlisins í Siglufirði.
Tillagan er sett fram í greinargerð með umhverfisskýrslu og á tveimur uppdráttum, þéttbýlisuppdrætti fyrir Siglufjörð í mælikvarðanum 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:50.000.

Tillagan verður til sýnis hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með þriðjudeginum 24. maí til þriðjudagsins 5. júlí 2011.
Gögnin verða einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á fyrrgreindum tíma www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist til bæjarstjóra á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 4. júlí 2011.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.


Bæjarstjóri Fjallabyggðar.