Mál í kynningu


7.7.2011

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, undirgöng undir Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík og breyting á deiliskipulagi álversins í Straumsvík

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2011 að auglýsa skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir tengingu Reykjanesbrautar og Víkurgötu við Straumsvík ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. maí 2011 að jafnframt yrði auglýst breyting á deiliskipulagi svæðisins skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur var haldinn 6. júní 2011 í samræmi við 30. grein sömu laga.


Í breytingartillögunni felst að gatnamót Reykjanesbrautar og Víkurgötu verða lögð undir Reykjanesbraut. Breytingin er gerð til að minnka slysahættu á gatnamótunum. Áhrifin af breytingunni teljast mjög jákvæð, og ekki eru talið að um nein neikvæð áhrif verði að ræða.
Aðalskipulagið, deiliskipulagið og umhverfisskýrsla fyrir báðar tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 8. júlí – 19. ágúst 2011. Hægt er að skoða skipulagstillögurnar og umhverfisskýrsluna á vef Hafnarfjarðarbæjar http://www.hafnarfjordur.is/. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði.


Í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 er þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta við aðalskipulagið eða deiliskipulagið, og einnig þeim sem hafa athugasemdir við umhverfisskýrsluna, gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði, eða með tölvupósti á netfangið annasofia@hafnarfjordur.is eigi síðar en 19. ágúst 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar teljast samþykkir þeim.


Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar.