Rammaáætlun - opið samráðs- og kynningarferli
um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða19. ágúst til 11. nóvember 2011.
Lögum samkvæmt fer nú fram 12 vikna opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði.
Allt frá árinu 1999 hefur staðið yfir vinna við gerð rammaáætlunar og nú þegar formleg drög liggja fyrir er mikilvægt að þjóðin segi skoðun sína. Allar umsagnir sem berast verða birtar á þessu vefsvæði og er jafnframt unnt að koma athugasemdum á framfæri af síðunni.
Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða og er markmiðið að ná framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og almennri sátt í þjóðfélaginu.