17.10.2011

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi  Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 vegna Ásborga. Breyting úr íbúðarsvæði í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og svæðis fyrir verslun- og þjónustu.       
Tillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Jafnframt er hægt að kynna sér tillöguna hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík.

Kynningartími er frá 13. október til 24. nóvember 2011. Athugasemdir við tillöguna skulu berast skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 24. nóvember 2011 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps