Tillaga að Aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps 2008-2020
Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur þann 7. október 2010 samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps 2008-2020. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis hjá oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, Hjarðarfelli, Borgarnesi og hjá skipulagsfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps, Fálkakletti 11, Borgarnesi, frá 31. október til 12. desember 2011. Gögnin eru einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, www.tgj.is. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, Hjarðarfelli, 311 Borgarnesi eða skipulagsfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps, Fálkakletti 11, 310 Borgarnesi, eigi síðar en 12. desember 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Jökull Helgason
skipulagsfulltrúi Eyja- og Miklaholtshrepps