24.11.2011
Tenging Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum, Skaftárhreppi
Tillaga að matsáætlun í kynningu
Frestur til að gera athugasemdir er til 9. desember 2011
Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsnets hf. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum tengingar Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum, Skaftárhreppi. Tillaga að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar liggur frammi til kynningar frá 23. nóvember til 9. desember 2011 hjá Skipulagsstofnun og á Netinu. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
9. desember 2011 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eða á skipulagsstofnun@skipulagsstofnun.is. Unnt er að nálgast tillöguna hér