Mál í kynningu


20.12.2011

Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi vegna snjóflóðavarnargarða neðan Klifs á Patrekfirði, Vesturbyggð

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. september 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vesturbyggð.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulags vegna snjóflóðavarnargarðs undir Klifi.

Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 16. desember 2011 til 3. febrúar 2012. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. febrúar 2012. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “deiliskipulag Vesturbyggðar”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Patreksfjörður, 14. desember 2011.
Ásthildur Sturludóttir bæjararstjóri.