Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, Ísafjarðarbæ
Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar
Kynningartími stendur frá 2. janúar til 14. febrúar 2012
Ísafjarðarbær hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði í Ísafjarðarbæ.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 2. janúar 2012 til 14. febrúar 2012 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, Bæjar- og héraðsbókasafni Ísafjarðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan má skoða hér.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. febrúar 2012 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi