Mál í kynningu


14.3.2012

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030, jarðstrengur frá virkjanasvæði Þeistareykja að Kópaskerslínu við Höfuðreiðarmúla

Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti 28. febrúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að heimilt verði að leggja jarðstreng (66kV) í vegöxl Reykjaheiðarvegar. Jarðstrengurinn mun liggja eftir vegi frá Þeistareykjum í Þingeyjarsveit að Kópaskerslínu í Norðurþingi. Sá hluti sem fellur innan Norðurþings er um 1 km að lengd.
Breytingin er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og er tillaga að breytingunni ásamt umhverfisskýrslu því hér með auglýst sbr. 7. gr. laganna.
Skipulagsgögnin eru sett fram á einu blaði dags 28. febrúar 2012 og samanstanda af greinargerð með forsendum og rökstuðningi,umhverfisskýrslu og uppdrætti í mkv. 1: 100:000.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis í 6 vikur í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, Húsavík og á Skipulagsstofnun frá og með mánudeginum 5. mars nk. til mánudagsins 16. apríl 2012.
Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Norðurþings: www.nordurthing.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að geraathugasemdir við breytingartillöguna og umhverfisskýrsluna til mánudagsins 16. apríl 2012.
Athugasemdir skal senda til stjórnsýsluhúss Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík eða í tölvupósti til gaukur@nordurthing.is.



Húsavík, 29. febrúar 2012.
Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi Norðurþings.