Mál í kynningu


20.3.2012

Auglýsing um tillögu að Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Aðalskipulag Mýrdalshrepps mótar stefnu um landnotkun í sveitarfélaginu og reglur fyrir margvíslega málaflokka s.s. atvinnu, auðlindir, samgöngur og samfélag.
Tillagan ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, Vík og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og 19. mars til og með 4. maí. Tillöguna má einnig skoða á heimasíðu Mýrdalshrepps, www.vik.is.

Við gildistöku aðalskipulags Mýrdalshrepps 2012-2028 mun falla úr gildi aðalskipulag Mýrdalshrepps 2009-2025, sem staðfest var 22. desember 2010.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til og með 4. maí n.k.
Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjóra Mýrdalshrepps á netfangið sveitarstjori@vik.is eða til skrifstofu Mýrdalshrepps, merkt: Aðalskipulag Mýrdalshrepps.


Sveitarstjóri Mýrdalshrepps.