Mál í kynningu


21.3.2012

Blöndulína 3 (220 kV) frá Blöndustöð til Akureyrar

Mat á umhverfisáhrifum - Athugun Skipulagsstofnunar

Kynningartími stendur frá 21. mars til 3. maí 2012

Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 21. mars til 3. maí 2012 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Hörgársveitar og á bæjarskrifstofum Akureyrar. Einnig á Amtsbókasafninu á Akureyri, Héraðsbókasafni Skagfirðinga, Sauðárkróki, Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu, Blönduósi, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslu má sjá hér.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 3. maí 2012 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Vakin er athygli á að opið hús verður haldið á eftirtöldum stöðum þar sem framkvæmdin og mat á umhverfisáhrifum hennar verða kynnt og eru allir velkomnir:

· Þriðjudaginn 27. mars á Húnavöllum frá kl. 16.00-18.30

· Miðvikudaginn 28. mars í Varmahlíð í Skagafirði frá kl. 15.00-18.00 og í Hlíðarbæ í Kræklingahlíð norðan Akureyri frá kl. 20.00-22.30.

Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.

Skipulagsstofnun