Mál í kynningu


30.3.2012

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, Syðri-Varðgjá

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 16. ágúst 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar að Syðri-Varðgjá, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er um að íbúðarsvæði ÍS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði og íbúðum verður fækkað úr 42 í 41.

Tillagan verður kynnt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar eyjafjardarsveit.is og mun einnig liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 26. mars til 7. maí 2012.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 7. maí 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

21. mars 2012.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.