Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, Syðri-Varðgjá
Tillagan er um að íbúðarsvæði ÍS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði og íbúðum verður fækkað úr 42 í 41.
Tillagan verður kynnt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar eyjafjardarsveit.is og mun einnig liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 26. mars til 7. maí 2012.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 7. maí 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.