Mál í kynningu


16.4.2012

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. mars 2012 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps fellst í því að skilgreind eru tvö ný svæði með hringtákni á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags, innan jarðarinnar Þórisstaðir. Svæðin fá táknið F6 eins og það hringtákn fyrir frístundabyggð sem fyrir er á jörðinni. Skv. gildandi aðalskipulagi geta svæði sem skilgreind eru með hringtákni verið allt að 5 ha og eru öll þrjú svæðin sem skilgreind eru innan þeirra marka. Breyting er gerð á texta í kafla 2.3.8, svæði fyrir frístundabyggð, í greinargerð aðalskipulagsins.
Samhliða er auglýst deiliskipulag Þórisstaða í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsuppdrættir, greinagerð og liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 4. apríl til 18. maí 2012. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.reykholar.is/. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólum, eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is, merkt „aðalskipulag“.

Reykhólum, 29. mars 2012.
Bogi Kristinsson Magnusen
skipulags og byggingafulltrúi.